Haust- og vetrardagskrá

Á haustin og veturna er daglegt líf okkar með hestunum ólíkt því sem er á sumrin. Veðurfar gerir það að verkum að ekki er hægt að ráðgera lengri hestaferðir. Við eigum hins vegar margar góðar stundir með hestunum okkar á þessum tíma. Við temjum ungu hestana og þjálfum þá sem enn þurfa meiri tamningu og gangsetningu.

Haust- og vetrardagskrá (1. október - 30. apríl)

Gestir eru svo sannarlega velkomnir í heimsókn á þessum tíma árs, rétt eins og öðrum, og ættu allir sem áhuga hafa á íslenska hestinum að finna eitthvað við sitt hæfi. Við bjóðum upp á kynningu, kennslu, stutta útreiðatúra og helgardvöl.

Fjölskylduheimsókn í hesthúsið

Börnin fá að fara á hestbak og taka þátt í að undirbúa hestinn, leggja á og kemba og síðan er teymt undir þeim inni í reiðhöll og ef veður leyfir einnig utandyra. Þá geta börnin líka skoðað húsdýrin, hundinn Emblu, köttinn Hallgerði Loppu og kindurnar.

Tími:
60 mín.
Þar af á hestbaki:
30 mín.
Reiðfærni:
Fyrir byrjendur
Verð:
4.500 kr. á barn
Bókanir og fyrirspurnir: kalfholt@kalfholt.is | 487-5176

Vetrarheimsókn fyrir einstaklinga og hópa

Byrjað er á kynningu þar sem gestgjafar segja í stuttu máli frá lífi sínu með íslenska hestinum árið um kring. Sagt er frá ganghæfileikum íslenska hestsins og sérstök áhersla lögð á tölt. Að kynningu lokinni er farið í um hálftíma reiðtúr í næsta nágrenni við Kálfholt fyrir þá sem vilja. Að því loknu bjóðum við upp á rjúkandi heitt súkkulaði, kaffi og heimabakað góðgæti.

Tími:
60 mín.
Þar af á hestbaki:
30 mín.
Reiðfærni:
Fyrir byrjendur og lengra komna
Verð:
7.500 kr.
Bókanir og fyrirspurnir: kalfholt@kalfholt.is | 487-5176

Töltkennsla og reiðtúr

Í þessari tveggja tíma heimsókn er gestum sagt til um hvernig á að ríða hesti til gangs. Þar er lögð áhersla á að gestir upplifi hina sérstöku gangtegund íslenska hestsins, tölt. Við byrjum inni í reiðhöll og síðan er farið í reiðtúr í nágrenni Kálfholts.

Tími:
2 klst.
Þar af á hestbaki:
1 klst. og 40 mín.
Reiðfærni:
Fyrir nokkuð vana knapa
Verð:
10.500 kr.
Bókanir og fyrirspurnir: kalfholt@kalfholt.is | 487-5176

Vetrardvöl

Fyrir unnendur íslenska hestsins sem vilja njóta friðsældar íslenskrar náttúru að vetri. Í boði eru stuttir reiðtúrar og reiðkennsla. Áhersla er lögð á að gestir upplifi íslenska menningu og dekrað er við gesti í mat og drykk. Akstur til og frá Reykjavík / Keflavík er innifalinn í verði.

Tími:
3 dagar, 2 nætur
Dagsetning:
Eftir samkomulagi
Hópastærð:
2-6 gestir
Reiðfærni:
Fyrir byrjendur og lengra komna
Gisting:
1-4 manna herbergi
Bókanir og fyrirspurnir: kalfholt@kalfholt.is | 487-5176