Fjölskylduferð
Tveggja daga hestaferð fyrir börn frá sex ára aldri, sem eru að byrja í hestamennsku, og foreldra þeirra. Riðið er í rólegheitum frá Kálfholti með bökkum Þjórsár og yfir í Þykkvabæ, fjarri allri umferð. Við bjóðum trausta og góða reiðhesta og trússbíllinn fylgir hestafólkinu unga allan tímann. Að loknum fyrra degi er haldin kvöldvaka og gist í íþróttahúsinu í Þykkvabæ.
