Lengri ferðir

Í Kálfholti er ekki aðeins boðið upp á stuttar dagsferðir, heldur einnig lengri ferðir, frá tveimur upp í átta daga, ýmist fyrir vana eða óvana reiðmenn. Auk þeirra ferða sem hér eru tilgreindar er hægt að sérsníða ferðir fyrir hópa, allt eftir þörfum hvers og eins.

Sumardagskrá (1. maí - 30. september) – Lengri ferðir

Allar dagsferðirnar eru bæði fyrir einstaklinga og hópa að hámarki 15 manns.

Fjölskylduferð

Tveggja daga hestaferð fyrir börn frá sex ára aldri, sem eru að byrja í hestamennsku, og foreldra þeirra. Riðið er í rólegheitum frá Kálfholti með bökkum Þjórsár og yfir í Þykkvabæ, fjarri allri umferð. Við bjóðum trausta og góða reiðhesta og trússbíllinn fylgir hestafólkinu unga allan tímann. Að loknum fyrra degi er haldin kvöldvaka og gist í íþróttahúsinu í Þykkvabæ.

Tími:
2 dagar, 1 nótt
Dagsetning:
Sérferðir fyrir hópa
Hópastærð:
Hámark 10 gestir
Reiðfærni:
Fyrir byrjendur
Gisting:
Svefnpokagisting í sameiginlegu rými
Bókanir og fyrirspurnir: kalfholt@kalfholt.is | 487-5176

Valkyrjuferð

Útreiðar, útivera, skemmtun og slökun í góðum félagsskap eru aðalsmerki Valkyrjuferðanna, sem ætlaðar eru konum á öllum aldri. Í Valkyrjuferðunum hefur alltaf myndast góð stemmning þar sem vel hestvanar jafnt sem minna vanar konur, ungar jafnt sem eldri, njóta samveru í fallegu umhverfi. 

Tími:
3 dagar, 2 nætur
Dagsetning:
Sérferðir fyrir hópa
Hópastærð:
Hámark 10 gestir
Reiðfærni:
Vanar konur á öllum aldri
Gisting:
2-4 manna herbergi og sameiginleg rými
Bókanir og fyrirspurnir: kalfholt@kalfholt.is | 487-5176

Töltferð

Töltferðir eru ætlaðar hestaáhugafólki á öllum aldri. Hér leggjum við áherslu á að gestir okkar finni samspil náttúru, hests og manns. Við ríðum á milliferð eftir fjölbreytilegum reiðgötum og ferðumst á þann hátt að við getum staldrað við hvenær sem er og notið augnabliksins. Í Töltferðunum er upplagt tækifæri fyrir fólk sem stundar hestamennsku í þéttbýli á veturna að koma með eigin hesta og  njóta þeirra í nýju og spennandi umhverfi. 

Tími:
4 dagar, 3 nætur
Dagsetning:
Sérferðir fyrir hópa
Hópastærð:
Hámark 12 gestir
Reiðfærni:
Vanir reiðmenn
Gisting:
1-4 manna herbergi
Bókanir og fyrirspurnir: kalfholt@kalfholt.is | 487-5176