Barnareiðtúr
Við byrjum í reiðhöllinni og ríðum þaðan eftir þægilegum reiðgötum í nágrenni Kálfholts. Foreldrar eru velkomnir með, ýmist gangandi eða ríðandi. Einhver verður jú að taka myndir! Börn sem hafa farið á reiðnámskeið eða eru hestvön ríða ein en teymt er undir þeim reynsluminni. Á eftir fá börnin að kemba hestunum og hver veit nema kötturinn Hallgerður Loppa og hundurinn Embla séu líka heimavið.
