Stuttar ferðir

Barnareiðtúr

Við byrjum í reiðhöllinni og ríðum þaðan eftir þægilegum reiðgötum í nágrenni Kálfholts. Foreldrar eru velkomnir með, ýmist gangandi eða ríðandi. Einhver verður jú að taka myndir! Börn sem hafa farið á reiðnámskeið eða eru hestvön ríða ein en teymt er undir þeim reynsluminni. Á eftir fá börnin að kemba hestunum og hver veit nema kötturinn Hallgerður Loppa og hundurinn Embla séu líka heimavið.

Tími:
40 mín.
Þar af á hestbaki:
30 mín.
Reiðfærni:
Fyrir byrjendur
Verð:
3.900 kr.
Bókanir og fyrirspurnir: kalfholt@kalfholt.is | 487-5176
Loading...

Byrjendareiðtúr

Kjörinn reiðtúr fyrir byrjendur og einstakt tækifæri til að kynnast eiginleikum íslenska hestsins. Við ríðum eftir þægilegum reiðgötum í næsta nágrenni við Kálfholt og förum fetið. Gangi vel látum við hestana kasta toppi og  ríðum tölt ef þannig liggur á okkur.  

Tími:
60 mín.
Þar af á hestbaki:
50 mín.
Reiðfærni:
Fyrir byrjendur
Verð:
8.000 kr.
Bókanir og fyrirspurnir: kalfholt@kalfholt.is | 487-5176
Loading...

Reiðtúr fyrir lítið vana jafnt sem vana reiðmenn

Við ríðum á hægu tölti frá Kálfholti með bökkum Þjórsár. Fögur fjallasýn, niður árinnar, hryssurnar, stóðhestarnir og folöldin leikandi allt í kring – allt spilar þetta saman og gerir upplifunina ógleymanlega. Að reiðtúr loknum er boðið upp á heimabakað góðgæti.

Tími:
2 klst.
Þar af á hestbaki:
1 klst. og 40 min.
Reiðfærni:
Lítið vanir / Vanir reiðmenn
Verð:
10.000 kr.
Bókanir og fyrirspurnir: kalfholt@kalfholt.is | 487-5176
Loading...

Fyrir vana reiðmenn

Í þessum þriggja tíma reiðtúr gefst færi á að ríða hestunum á mismunandi hraða í fjölbreyttu landslagi. Á góðum grundum er ferðahraði aukinn og skyrpt úr hófum. Að reiðtúr loknum er boðið upp á heimabakað góðgæti. 

Tími:
3 klst.
Þar af á hestbaki:
2 1/2 klst.
Reiðfærni:
Aðeins fyrir vana reiðmenn
Verð:
15.500 kr.
Bókanir og fyrirspurnir: kalfholt@kalfholt.is | 487-5176

Dagsferð

Fimm tíma ferð, aðeins fyrir vana reiðmenn. Við ríðum um 20 km leið á láglendi og utan vega með bökkum Þjórsár. Riðið er um mjúkar og góðar götur sem henta vel til töltreiðar og menn og hestar njóta sín vel. Á miðri leið er áð og hádegisnesti snætt. 

Tími:
5 klst.
Þar af á hestbaki:
4 1/2 klst.
Reiðfærni:
Aðeins fyrir vana reiðmenn
Verð:
21.000 kr.
Bókanir og fyrirspurnir: kalfholt@kalfholt.is | 487-5176