Langar þig að ná árangri í þjálfun og keppni?
Hestar heilla – vikunámskeið að vetri
Allir hestamenn vita hversu mikilvægt er að þroska stöðugt og þróa reiðmennsku sína til að ná árangri í hestamennsku. Besta leiðin til að ná þessum árangri er að komast í kynni við mjög góða og vel þjálfaða hesta og fá um leið faglega tilsögn.
Á hrossaræktarbúinu Kálfholti er boðið upp á mjög markvisst námskeið ætlað fólki með mikla reynslu af útreiðum og umgengni við hross.
Kennt er á mjög góða og vel tamda hesta sem eru tilbúnir í keppni, sem og reynda keppnishesta. Kennslan er að mestu einkatímar og er unnið með eftirfarandi: Leiðtogavinnu, ásetu og stjórnunaræfingar, gangtegundir, upphitun og undirbúning fyrir keppni.
Umsjónarmenn námskeiðsins eru Eyrún og Steingrímur, en aðalkennari er Ísleifur Jónasson.
Auk daglegrar kennslu er farið í útreiðatúra í nágrenni Kálfholts, fræðst um íslenska hestinn og náttúrulegt umhverfi hans, farið í skoðunarferð með suðurströndinni og á kvöldin eru ýmist kvöldvökur að íslenskum sið eða farið í heitu pottana og slakað á.
Bókanir og fyrirspurnir: kalfholt@kalfholt.is / sími 487 5176
Nánari upplýsingar um verð, kennsluáætlun, dagskrá og dagsetningar
Programme
Entrance qualifications and course structure
Example of a personal schedule
Þjálfað í náttúrunni – þriggja daga námskeið að sumri
Farið er í hvernig nýta má náttúruna við þjálfun hesta og sameina þannig leik og starf, og efla samspil manns og hests við hinar ýmsu aðstæður, þar sem reynir á jafnvægi, traust og áræðni manns og hests. Tilvalin leið til að þjálfa og bæta sig og hestinn sinn og njóta náttúrunnar um leið.
Vinsamlegast sendið póst á netfangið kalfholt@kalfholt.is ef óskað er eftir nánari upplýsingum um verð, kennsluáætlun og dagskrá.
Dagsetningar 2014: 7.-9. júlí og eftir samkomulagi
Einkakennsla
Hægt er að fá einkakennslu, hvort heldur er heima í Kálfholti eða annars staðar.
Einnig er hægt að setja upp minni námskeið eftir óskum.
Bókanir og fyrirspurnir: kalfholt@kalfholt.is / sími 487 5176